Bóluþang

fucus

Bóluþang

Saga notkunar

Bóluþang (Fucus vesiculosus) er sjávarplanta sem vex einkum við strendur Miðjarðarhafsins og norður-Atlantshafsins. Notkun þess er þekkt allt frá 18. öld þar sem joð var unnið úr því og notað við stækkun á skjaldkirtli. Bóluþang var helsta uppspretta joðs á fyrri hluta 18. aldarinnar. Um miðja 19. öld var því haldið fram að plantan gæti haft áhrif á ofþyngd með því að hafa áhrif á efnaskipti líkamans. Eftir það hefur hún verið notuð í alls kyns megrunarvörur. Öll plantan er nýtt til lyfjagerðar.

 

Viðurkennd notkunLyfið er notað með orkulitlu fæði til að sporna við ofþyngd.
AukaverkanirEngar þekktar.
Meðganga og brjóstagjöfEkki ætti að neyta bóluþangs á meðgöngu eða við brjóstagjöf.
MilliverkanirEngar þekktar.
VarúðarorðLyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Þar sem bóluþang inniheldur mikið af joði skal sjúklingur fara varlega ef hann er með afbrigðilega skjaldkirtilsstarfsemi (ofvirkan eða vanvirkan skjaldkirtil) eða neytir annarra náttúruefna sem innihalda joð.
OfskömmtunEf lyfið er tekið í of stórum skömmtum getur það haft áhrif á TSH magn líkamans (TSH = thyroid stimulating hormone = skjaldkirtilsörvandi hormón). Of stórir skammtar geta einnig valdið bólum, hjartsláttartruflunum, hröðum hjartslætti, skjálfta, blóðþrýstingsbreytingum og aukið efnaskiptahraða líkamans.

 

Klínískar rannsóknir

Það er skortur á vönduðum klínískum rannsóknum sem meta áhrif bóluþangs á þyngdartap. Frekari rannsókna er því þörf.

Heimildir:

Pharmaceutical Press Editorial Team. 2013. Herbal Medicines, 4th Edition. Pharmaceutical Press, London, UK

Lyfjaforskrift Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar

Matsskýrsla Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar

Date:03 Nov, 2015

Categories:Ofþyngd