Burnirót

rhodiola

Burnirót

Saga notkunar

Um aldir hefur maðurinn sótt í burnirót (Rhodiola rosea) sér til hressingar. Víkingar innbyrtu hana til að auka þol og styrk og kínverskir keisarar sendu flokka norður til Síberíu til að sækja jurtina sem hafði orð á sér að veita styrk og auka úthald. Á ensku er heitið Arctic Root sem bendir á að jurtin er algeng á norðurslóðum og hefur löngum verið vinsæl lækningajurt á landsvæðum eins og Skandinavíu og Síberíu. Burnirótarte hefur löngum þótt gott við flensu og kvefi víða í Asíu og Rússar rannsökuðu jurtina á tímum kalda stríðsins ítarlega til að kanna hvort hermenn og íþróttafólk þeirra gæti á einhvern hátt nýtt eiginleika hennar til að ná forskoti í kapphlaupinu við vestrið.

Viðurkennd notkunTímabundin meðferð við þreytu og þróttleysi af völdum streitu.
AukaverkanirEngar þekktar aukaverkanir við notkun lyfsins.
Meðganga og brjóstagjöfLyfið ætti ekki að nota á meðgöngu eða við brjóstagjöf.
MilliverkanirEngar þekktar milliverkanir við önnur lyf.
VarúðarorðLyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
OfskömmtunEngin tilfelli skráð.

Klínískar rannsóknir

Áralöng notkun burnirótar til lækninga gefur góða vísbendingu um öryggi hennar og virkni. Nokkrar samanburðarrannsóknir með slembivali hafa verið gerðar á burnirót og áhrifum hennar á hugræna getu og einkenni streitu. Í þeim flestum hafa komið jákvæðar niðurstöður sem benda til þess að í ákveðnum skömmtum geti lyfið dregið úr streitueinkennum og aukið þrótt.

Heimildir:

Pharmaceutical Press Editorial Team. 2013. Herbal Medicines, 4th Edition. Pharmaceutical Press, London, UK

Lyfjaforskrift Evrópsku Lyfjamálastofnunarinnar

Matsskýrsla Evrópsku Lyfjamálastofnunarinnar

Date:05 Apr, 2016

Categories:Þreyta streita og lundarfar