Fjallagrös

cetraria

Fjallagrös

Gaman er að geta þess að fjallagrös eru sérstaklega algeng hér á landi og bera þau latneska heitið Cetraria islandica og á ensku heita þau “Icelandic moss”.  Dr. Kristín Ingólfsdóttir prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og fyrrum rektor háskólans hefur ásamt rannsóknarteymi staðið að rannsóknum á fjallagrösum og þá helst verkun þeirra á magasár, astma, berkla, krabbameinsfrumur ásamt því að kanna ónæmisörvandi áhrif þeirra. Fjölmargar vísindagreinar hafa þau birt í virtum erlendum tímaritum og hafa rannsóknir þeirra vakið mikla athygli erlendis.

Saga notkunar

Fjallagrös hafa verið notuð til lyfjagerðar allt frá seinni hluta 17. aldar. Í upphafi voru þau notuð við einkennum frá öndunar- og meltingarfærum. Læknisfræðileg virkni grasanna hefur verið skráð í lyfjaskrár allt frá upphafi 20. aldarinnar. Í flestum heimildum er mælt með notkun fjallagrasa við ertingu eða bólgum í munn- og kokslímhúð ásamt þurrum hósta og lystarleysi. Öll plantan er nýtt til lyfjagerðar.

Viðurkennd notkuna. Notað við ertingu í munni og koki og við þurrum hósta
b. Notað við tímabundnu lystarleysi.
AukaverkanirEngar þekktar.
Meðganga og brjóstagjöfLyfið ætti ekki að nota á meðgöngu eða við brjóstagjöf.
MilliverkanirEngar þekktar. Þó er ekki ráðlagt að taka fjallgrös samtímis öðrum lyfjum heldur láta líða ½ til 1 klukkustund á milli.
VarúðarorðLyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Ef einstaklingur finnur fyrir mæði, fær hita eða hóstar upp slími sem er gult eða grænt að lit þá er ráðlagt að hafa samband við lækni.
OfskömmtunEngin tilfelli skráð.

Klínískar rannsóknir

A.m.k. 2 rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum fjallagrasa á ertingu í munni, koki og þurrum hósta. Báðar rannsóknir gáfu mjög jákvæðar niðurstöður en þar sem enginn samanburður við lyfleysu var gerður er þörf á frekari rannsóknum.

Heimildir:

Ingolfsdottir K, Chung GAC, Skulason VG, et al. 1998. Antimycobacterial activity of lichen metabolites in vitro. European Journal of Pharmaceutical Sciences 6:2, 141-144.

Bucar F, Schneider I, Ogmundsdottir H, et al. 2004. Anti-proliferative lichen compounds with inhibitory activity on 12(S)-HETE production in human platelets. Phytomedicine 11:7-8, 602-606.

Freysdottir J, Omarsdottir S, Ingolfsdottir K, et al. 2008. In vitro and in vivo immunomodulating effects of traditionally prepared extract and purified compounds from Cetraria islandica. International Immunopharmacology 8:3, 423-430.

Pharmaceutical Press Editorial Team. 2013. Herbal Medicines, 4th Edition. Pharmaceutical Press, London, UK

Lyfjaforskrift Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar

Matsskýrsla Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar

Date:03 Nov, 2015

Categories:Kvef og hósti