Um vefinn

Þessum vef er haldið úti af Florealis ehf. (www.florealis.com) sem þróar og markaðssetur náttúru- og jurtalyf. Vefurinn var unninn með styrk frá Lyfjafræðingafélagi Íslands (www.lfi.is). Tilgangurinn er að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um helstu náttúru- og jurtalyf, kosti þeirra, takmarkanir, verkan og ábendingar. Lögð er áhersla á að byggja allar upplýsingar á nýjustu rannsóknum og upplýsingum frá þar til bærum lyfjayfirvöldum.

Ekki er tekin ábyrgð á hugsanlegum villum í texta og er fólk ávallt hvatt til að kynna sér vel fylgiseðla lyfja og upplýsingar framleiðenda.

Allar ábendingar um efnistök og leiðréttingar má senda á netfangið ritstjori@jurtalyf.is.

Ritstjóri vefsins er Elsa Steinunn Halldórsdóttir lyfjafræðingur og doktor í lyfja- og efnafræði náttúruefna.